4. þáttur. Vanhæfir dæmdu þeir.
Hér er m.a. sagt frá því að fimm dómarar í Hæstarétti svöruðu ekki í maí 2010 spurningum frá fréttamönnum um fjármálatengsl sín við bankana fyrir hrun. Tekið var fram að spurt væri til að unnt væri að meta hæfi dómaranna til að dæma í málunum. Þeir settust svo í dóma í refsimálum gegn forsvarsmönnum bankanna og héldu þá að enginn vissi um þessi tengsl. Síðar var svo upplýst um þau. Kom þá í ljós að sumir þeirra höfðu vanhæfir dæmt.
Þá er vikið að því hvort yngstu dómararnir í réttinum nú séu líklegir til að beita hinum framsæknu lögskýringum á sama hátt og fyrirrennarar þeirra gerðu. Talað er um klíkuveldið sem ræður m.a. vali á nýjum dómurum í réttinn. Dæmi verða nefnd um misnotkun dómsvaldsins: Blöndun verður bruggun. Hæstiréttur breytir dómskerfinu en það átti undir Alþingi að annast það. Frelsi til að standa utan félaga. Samningar dómara um niðurstöður gera forsendur oft óskýrar.